fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Biden heimilar umdeilda vopnasölu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Joe Biden hefur ákveðið að heimila vopnasölu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Um er að ræða sölu á vopnum og öðrum hernaðartólum fyrir rúmlega 23 milljarða dollara. Meðal annars er um að ræða F-35 orrustuþotur og dróna sem geta borið vopn.

Talskona utanríkisráðuneytisins skýrði frá þessu í gær og sagði að stjórnin muni heimila vopnasöluna en hún muni fara yfir smáatriði varðandi hana og ráðfæra sig við embættismenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um notkun vopnanna.

Samið var um vopnakaupin á valdatíma Donald Trump og samþykkti stjórn hans söluna klukkustund áður en Joe Biden tók við embætti þann 20. janúar. Viku síðar stöðvaði Biden söluna til að hafa tíma til að geta farið yfir smáatriði samningsins.

Trump heimilaði vopnasöluna gegn því að Sameinuðu arabísku furstadæmin myndu bæta sambandið við Ísrael.

Talskona utanríkisráðuneytisins sagði í gær að Bandaríkin reikni með að afhenda vopnin eftir árið 2025 ef allt gengur samkvæmt áætlun.

Margir þingmenn Demókrata á Bandaríkjaþingi hafa gagnrýnt vopnasöluna og óttast að hún verði til að loforð Bandaríkjanna um að Ísrael hafi hernaðarlega yfirburði í heimshlutanum verði svikið. Stjórnvöld í Ísrael hafa upplýst að þau séu ekki á móti vopnasölunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?