fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 17:30

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, reynir nú að mynda nýja ríkisstjórn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Það gæti þó reynst honum mjög erfitt vegna spillingamála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólum. Nýjar upplýsingar, sem komu fram fyrir helgi, geta gert Netanyahu enn erfiðara fyrir við að mynda ríkisstjórn en ella.

Fyrir helgi skýrði fyrrum fréttastjóri hjá hinni vinsælu fréttasíðu Walla, frá því að honum hafi verið skipað að birta fjölda neikvæðra frétta um keppinauta Netanyahu. Meðal þeirra nafna sem voru á listanum sem fréttastjórinn fékk var nafn Naftali Bennet sem er fyrrum ráðgjafi Netanyahu og núverandi leiðtogi lítils hægriflokks, Yamina. „Ég fékk fjölda skjala í tölvupósti og þeir sögðu mér að mörg af skjölunum ötuðu Naftali Bennett auri,“ sagði fréttastjórinn fyrrverandi.

Tímasetning þessarar afhjúpunar er að sjálfsögðu mjög slæm fyrir Netanyahu sem fékk stjórnarmyndunarumboð í síðustu viku. Ef honum á að takast að mynda ríkisstjórn þarf hann einmitt að fá Bennett og flokk hans Yaminas í lið með sér en flokkurinn er með sjö þingmenn.

Spurningin er bara hvort Bennett er reiðubúinn til að fyrirgefa fyrrum yfirmanni sínum eða hvort hann muni nýta tækifærið og velta honum af stalli og sjálfur stefna á forsætisráðherraembættið.

Stjórnarandstaðan er með fleiri þingsæti en Netanyahu og stuðningsmenn hans en stjórnarandstaðan samanstendur af mjög ólíkum flokkum, allt frá því að vera öfgavinstriflokkar til öfgahægriflokka og arabískir kommúnistar til þjóðernissinna. Þessi fjölbreytta samsetning þingsins hefur orðið til þess að nokkrir flokksleiðtogar hafa bent á Netanyahu sem forsætisráðherra og því fékk hann stjórnarmyndunarumboðið.

Hann þarf að tryggja sér stuðning níu þingmanna til viðbótar til að ná meirihluta á þinginu eða 61 sæti. Engin hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Ísrael og því er hann í þröngri stöðu. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með honum vegna spillingarmálsins og Bennett hefur bent á sjálfan sig sem nýjan forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga