fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Menntskælingur skotinn til bana af lögreglu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 07:02

Frá vettvangi í Knoxville í gær. Mynd:Lögreglan/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Knoxville í Tennessee í Bandaríkjunum skaut síðdegis í gær, að staðartíma, nemanda við Austin-East Magnet High School til bana.  Hann hafði læst sig inni á salerni og neitaði að koma út. Þegar lögreglan opnaði dyrnar skaut hann á lögreglumenn sem svöruðu skothríðinni og urðu honum að bana.

Í færslu á Twitter sagði lögreglan að nokkrir hefðu verið skotnir í Austin-East Magnet High School og bað fólk að halda sig fjarri vettvangi, hér væri um skotárás að ræða í skólanum. Síðar sagði lögreglan að einn væri látinn og að annar hefði verið handtekinn. Þetta skildi fólk sem svo að skotmaðurinn væri í haldi og að hann hefði orðið einum að bana. En málin voru ekki þannig vaxin.

Fylkislögreglan, TBI, tók fljótlega við rannsókn málsins og kom með aðra útgáfu af atburðarásinni. Hún sagði að sá látni, sem var á unglingsaldri og nemandi í skólanum, hafi skotið á lögreglumenn þegar þeir opnuðu dyrnar inn á salernið. Einn lögreglumaður hafi orðið fyrir skoti, í fótlegg. Annar lögreglumaður svaraði skothríðinni og varð piltinum að bana. Engir aðrir urðu fyrir skotum.

Á fréttamannafundi sagði David Raucsh, yfirmaður TBI, að það verði að gæta að orðalagi í tilkynningum um atburði sem þessa. Hér hafi ekki verið um árás á nemendur að ræða.

Það sem af er ári hafa fimm nemendur verið skotnir til bana í Austin-East Magnet High School í fimm ótengdum málum að sögn CBS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift