fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

„Þetta er þjóðarmorð. Þeir skjóta meira að segja á skugga.“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 07:00

Mótmælendur minnast mótmælanda sem herinn skaut til bana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að herinn í Mjanmar rændi völdum þann 1. febrúar hafa hermenn drepið rúmlega 700 óbreytta borgara sem hafa mótmælt valdaráninu. Á föstudaginn er talið að hermenn hafi drepið rúmlega 80 manns í Bago en samtökin Assistance Association for Political Prisoners telja að mun fleiri hafi verið drepnir.

Fjölmiðlar í Mjanmar segja að óvissuna um fjölda látinna megi rekja til þess að herinn fjarlægði líkin fljótlega. Heimildarmenn sögðu Myanmar Now að líkin hefðu verið flutt í nærliggjandi hof og skóla þar sem þeim hafi verið staflað upp.

Mjanmar fékk sjálfstæði frá Bretum 1948 en herinn hefur að mestu stýrt landinu síðan. Á síðasta áratug byrjaði hann að slaka á heljartökum sínum og 2015 voru fyrstu lýðræðislegu kosningar sögunnar haldnar í landinu. 2016 tók ríkisstjórn undir forystu Aung San Suu Kyi við völdum. Í nóvember á síðasta ári fóru kosningar fram og sigraði flokkur Aung San Suu Kyi örugglega, hlaut 80% atkvæða. Þetta fór illa í yfirmenn hersins og segja þeir að um kosningasvindl hafi verið að ræða og réttlæta þeir valdarán hersins með því.

„Þetta er þjóðarmorð. Þeir skjóta meira að segja á skugga,“ sagði Ye Htut, einn af skipuleggjendum mótmælanna gegn herforingjastjórninni, í samtali við Myanmar Now.

Assistance Association for Political Prisoners segja að rúmlega 700 hafi verið drepnir af hernum og tæplega 4.000 handteknir síðan herinn tók völdin.

Mótmælin í landinu hafi verið fjölmenn og hafa staðið yfir stanslaust síðan valdaránið þann 1. febrúar batt enda á lýðræðislega þróun í landinu. Alþjóðasamfélagið hefur ítrekað gagnrýnt herinn en hann lætur alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Það er kannski engin furða því það má eiginlega líkja hernum við skipulögð glæpasamtök eins og kemur fram í nýlegri umfjöllun DV.

Herinn í Mjanmar er sá ríkasti í heimi – Umsvifamikill í fíkniefnaviðskiptum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“