fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 22:00

Rússneskir hermenn á æfingu í síðasta mánuði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu sjö ár hafa átök staðið yfir í austurhluta Úkraínu, við rússnesku landamærin. Þetta er stríð úkraínska hersins gegn uppreisnarmönnum sem krefjast sjálfstæðis Donbas. Þeir njóta stuðnings Rússa sem hafa sent þeim vopn og peninga og rússneskar hersveitir hafa jafnvel tekið þátt í átökunum. Að minnsta kosti 14.000 manns hafa látist í átökunum og rúmlega 3 milljónir hafa hrakist frá heimilum sínum. En nú virðist spennan og átökin á svæðinu fara stigmagnandi og spurningin er hvað Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, ætlar sér en hann hefur fjölgað mjög í herliði Rússa við landamærin að Úkraínu.

Margir óttast að stríð sé yfirvofandi á milli Rússlands og Úkraínu en slíkt stríð gæti hæglega breiðst út til annarra Evrópuríkja og úr gæti orðið allsherjarstríð í Evrópu. Í Úkraínu telja margir að Pútín hyggist efna til átaka en á Vesturlöndum vonast margir eftir að hann sé aðeins að hnykla vöðvana til að láta reyna á Joe Biden, Bandaríkjaforseta.

Rússar hafa haldið Úkraínu í einhverskonar hálstaki síðan 2014 eftir að þeir hernámu Krímskagann og innlimuðu í Rússland. Skaginn er hernaðarlega mikilvægur og gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. Hertakan kom illa við Úkraínu en átökin, sem Rússar hrundu af stað í Donbas sama ár, voru eiginlega enn verri.  Þeir hafa haldið átökunum gangandi síðan og stutt við bakið á svonefndum aðskilnaðarsinnum. Með þessu hefur Pútín séð til þess að úkraínsk stjórnvöld, sem eru hliðholl Vesturlöndum, hafa þurft að eyða miklum fjármunum og kröftum í stríð frekar en enduruppbyggingu landsins. Með þessu hefur hann væntanlega einnig komið í veg fyrir að Úkraína geti orðið aðili að NATO eins og þarlend stjórnvöld vilja svo gjarnan. Ástæðan er að NATO hefur aldrei verið fyrir það að taka inn ný aðildarríki sem standa í átökum. Ástæðan fyrir því að er samkvæmt sáttmála NATO þýðir árás á eitt aðildarríki árás á þau öll og að þau skuli koma til hjálpar.

Ekki í fyrsta sinn

Aðgerðir Rússa í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga eru ekki fyrstu aðgerðir Rússa í álfunni sem láta reyna á hversu langt þeir geta gengið. Pútín hefur nokkrum sinnum gert það á undanförnum 12-13 árum og þar með látið reyna á viðbrögð umheimsins. Óhætt er að segja að þau hafi ekki haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Rússa.

Rússar réðust inn í Georgíu 2008 og það gekk ágætlega upp hjá þeim. Vesturlönd kvörtuðu og kveinuðu um hríð en fljótlega gleymdist þetta. 2014 var röðin komin að Úkraínu. Í kjölfarið fylgdu refsiaðgerðir af hálfu Vesturlanda og Rússar voru útilokaðir frá þátttöku í ýmsu alþjóðasamstarfi en þetta snerti Rússa ekki sérstaklega mikið. Þeir hafa haldið ögrunum og umdeildum aðgerðum áfram eftir þetta, þó ekki hafi komið til beins hernaðar. Þar má nefna afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, umfangsmiklar tölvuárásir á mörg ríki, morð og morðtilræði við andstæðinga Pútín, innanlands og utan.

Rússneskir hermenn á æfingu á Krímskaga. Mynd:Getty

Margir sérfræðingar telja að brölt Pútíns við úkraínsku landamærin sé til þess gert að láta reyna á Joe Biden og viðbrögð hans. Hversu langt Biden sé reiðubúinn til að ganga til að styðja við land sem fæstir Bandaríkjamenn geta bent á á landakorti?

Á fréttamannafundi í Moskvu í síðustu viku staðfesti einn af nánustu ráðgjöfum Pútín að markmiðið með veru rússneskra hermanna við úkraínsku landamærin sé að vernda rússneska borgara. „Ef til átaka kemur þar þá er það upphafið að endinum fyrir Úkraínu,“ sagði Dmitrij Kozak. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að eftir að Rússar hertóku Krímskaga byrjuðu þeir að deila út rússneskum ríkisborgararétti til íbúa skagans. Úkraínsk yfirvöld segja að fólk hafi oft ekki haft val um hvort það tæki við þessum ríkisborgararétti. Það sama gerðu Rússar í Suður-Ossetíu snemma á öldinni og það var yfirskin innrásar Rússa í Georgíu 2008, þeir voru að vernda rússneska ríkisborgara.

Áhyggjur innan NATO

NATO hefur lýst yfir áhyggjum af hernaðarumsvifum Rússa við úkraínsk landamærin og Bandaríkjaher hefur aukið viðbúnað sinn í Evrópu. Á rússneskum ríkissjónvarpsstöðvum er rætt hvernig átökin í Úkraínu muni þróast að þessu sinni og hafa sumir sérfræðingar að sögn sagt að réttast sé að beita kjarnorkuvopnum til að sýna mátt sinn og fá þá virðingu sem Rússum beri.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi símleiðis við Pútín á fimmtudaginn og hvatti til stillingar og að hermenn verði kallaðir frá úkraínsku landamærunum. Pútín sagði þá að þeir verði þar eins lengi og hann telji það nauðsynlegt.

Staða mála í Úkraínu gæti því orðið fyrsta stóra verkefni Joe Biden á sviði utanríkismála. Fyrsta verkefni hans er að átta sig á hvað Pútín hefur í hyggju. Er hann bara að hnykla vöðvana til að sýna sig? Er hann kannski að þessu til að beina athyglinni frá máli Alexei Navalny sem er einn helsti andstæðingur hans og gagnrýnandi? Hann hefur valdið Pútín miklum vanda og þá sérstaklega eftir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar reyndu að myrða hann á síðasta ári en það mistókst eins og kunnugt er. Navalny er nú í fangabúðum í Rússlandi og segja stuðningsmenn hans að markmið Pútíns sé einfaldlega að myrða Navalny en Pútín hefur ekki hikað við að láta myrða andstæðinga sína og þá sem gagnrýna hann.

Eða er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu? Það er spurningin sem margir velta fyrir sér og hafa áhyggjur af en flestir sérfræðingar eru þó sammála um að ólíklegt sé að Pútín fari í stríð við Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til