Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í The Lancet Psychiatry en þær byggja á gögnum um 69 milljónir manna. Af þeim höfðu 62.354 greinst með COVID-19 á tímabilinu frá janúar fram í ágúst á síðasta ári.
Fram kemur að fimmti hver COVID-19 sjúklingur greinist með andlegar þjáningar á borð við kvíða og þunglyndi innan þriggja mánaða eftir að þeir greinast með sjúkdóminn. Einnig kemur fram að fólk, sem þjáist af andlegum veikindum, sé 65% líklegra til að greinast með COVID-19 en aðrir.