Á nýjasta milljarðamæringalista (mælt í Bandaríkjadölum) Forbes eru 2.755 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn The Guardian. Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon, trónir á toppnum fjórða árið í röð en auður hann er metinn á 177 milljarða dollara. Elon Musk, stofnandi Tesla, er í öðru sæti með 151 milljarð dollara en á síðasta ári voru eignir hans metnar á 24,6 milljarða svo hann hefur gert það gott síðasta árið.
493 nýir milljarðamæringar eru á listanum að þessu sinni, flestir frá Kína eða 205.
En það eru ekki bara sigurvegarar á listanum því sumir hrapa niður um sæti og aðrir detta út af honum. Það vekur athygli að Donald Trump hrapar um næstum 300 sæti á milli ára og er nú í sæti 1.299. Hann hefur tapað miklu á rekstri leiguhúsnæðis, hótela og golfvalla á síðustu árum.