fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Donald Trump hrapar niður auðjöfralista Forbes

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 07:00

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan heimsfaraldurinn brast á hafa hinir ríku orðið enn ríkari en þó með ákveðnum undantekningum. Ein þessara undantekninga er Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, en hann hrapar niður um næstum því 300 sæti á nýjasta auðjöfralista Forbes.

Á nýjasta milljarðamæringalista (mælt í Bandaríkjadölum) Forbes eru 2.755 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn The Guardian. Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon, trónir á toppnum fjórða árið í röð en auður hann er metinn á 177 milljarða dollara. Elon Musk, stofnandi Tesla, er í öðru sæti með 151 milljarð dollara en á síðasta ári voru eignir hans metnar á 24,6 milljarða svo hann hefur gert það gott síðasta árið.

493 nýir milljarðamæringar eru á listanum að þessu sinni, flestir frá Kína eða 205.

En það eru ekki bara sigurvegarar á listanum því sumir hrapa niður um sæti og aðrir detta út af honum. Það vekur athygli að Donald Trump hrapar um næstum 300 sæti á milli ára og er nú í sæti 1.299. Hann hefur tapað miklu á rekstri leiguhúsnæðis, hótela og golfvalla á síðustu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni