fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Trump brjálaður út í Coca-Cola – Síðan birtist þessi mynd

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 05:15

Myndin sem Miller birti á Twitter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er kominn tími til að Repúblikanar og íhaldsmenn berjist á móti – við erum fleiri – miklu fleiri! Sniðgangið Major League Baseball, Coca-Cola, Delta Airlines, JPMorgan Chase, ViacomCBS, Citigroup, Cisco, UPS og Merck.“ Þetta er meðal þess sem Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, skrifaði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir þremur dögum. En segja má að þetta hafi sprungið í andlitið á honum eftir að ráðgjafi hans birti ljósmynd á Twitter.

Fyrir nokkrum vikum voru umdeild lög samþykkt í Georgíu en þau miða að því að gera fólki erfiðara fyrir við að kjósa. Það dylst fáum að lögunum er sérstaklega beint að minnihlutahópum á borð við svart fólk og fólk af suður-amerískum uppruna en kjósendur úr þessum hópum eru miklu líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana. Repúblikanar eru í meirihluta á ríkisþingi Georgíu. Margir telja að Repúblikanar hafi komið lögunum í gegnum þingið þar sem ríkið er á góðri leið að verða sveifluríki en ekki traust vígi Repúblikana. Þetta sást vel í forsetakosningunum í nóvember þar sem Joe Biden sigraði í ríkinu og í kosningum um öldungardeildarþingsæti ríkisins í janúar en Demókratar sigruðu í þeim.

Yfirlýsingin frá Trump.

Í kjölfar lagasetningarinnar hafa mörg bandarísk stórfyrirtæki á borð við Coca-Cola og Delta Airlines, sem eru með höfuðstöðvar í ríkinu, gagnrýnt lögin. Coca-Cola hefur látið heyra vel í sér vegna þeirra og gagnrýnt þau. Það hefur ekki vakið kátínu meðal Repúblikana og því sendi Trump frá sér yfirlýsingu fyrir nokkrum dögum þar sem hann hvatti fólk til að sniðganga þessi fyrirtæki sem hann segir taka undir hugmyndir öfgasinnaðra vinstrimanna innan Demókrataflokksins.

En um helgina heimsótti Stephen Miller, aðalráðgjafi Trump, hann á skrifstofu hans í Flórída og birti auðvitað ljósmynd á Twitter af sér með Trump á skrifstofunni. Fólk var ekki lengi að taka eftir því að lengst til hægri á myndinni sést svolítið sem Trump vildi örugglega ekki láta sjást. Ekki er annað að sjá en þar sé um Coca-Cola flösku að ræða. Margir hafa bent á þann tvískinnung sem einkenni orð Trump, hann segi eitt og meini greinilega eitthvað annað, að minnsta kosti gildi ekki það sama um hann sjálfan og um aðra.

Twitterfærsla Miller. Skjáskot/Twitter
Hér sést glitta í kókflösku Trump.
Og nærmynd af flöskunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin