Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu auk annarra sænskra fjölmiðla. Fram kemur að karlmaður á fertugsaldri hafi verið handtekinn vegna málsins. Hann er grunaður um að hafa orðið manninum að bana og að hafa kastað einhverju inn á stúdentagarðana sem varð til þess að eldur kviknaði. Eins er saknað í brennandi húsinu.
Talsmaður lögreglunnar sagði í nótt að enn væri ekki búið að bera kennsl á hinn látna.
Íbúar á svæðinu segja að öflug sprenging hafi orðið áður en eldurinn kviknaði.
Vitni segja að hinn handtekni hafi komið akandi á vettvang og hafi kastað einhverju í húsið og síðan staðið öskrandi fyrir utan. Nokkrum sekúndum síðar varð sprenging.
30 íbúðir eru í húsinu en að minnsta kosti helmingur þess er brunninn. Slökkviliðið hefur verið með 10 bíla á vettvangi í nótt. Það náði tökum á eldinum um klukkan þrjú og er nú að ráða niðurlögum hans.