Þetta sagði Gjermund Hanssen, yfirlögregluþjónn, fyrir helgi. Hann sagði að kæran stæði enn og hún snúist um morð eða aðild að morði og brot á vopnalögum. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Nú er tæplega eitt ár síðan Tom var handtekinn vegna málsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hæstiréttur hnekkti þeim úrskurði og hefur hann gengið laus síðan.
Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins af miklum krafti og tjáir sig lítið um gang hennar. Vitað er að tugir þúsunda málsskjala eru flokkuð sem trúnaðarskjöl og fá því engir utan lögreglunnar aðgang að þeim en börn Hagen-hjónanna hafa reynt að fá aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga en án árangurs.