fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Segir þetta vera meðlim konungsfjölskyldunnar sem hafði áhyggjur af húðlit Archie

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 12:15

Harry og Meghan í viðtali hjá Oprah. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og frægt er þá sagði Meghan Markel að einn meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hefði lýst yfir áhyggjum af húðlit Archie, sonar Meghan og Harry prins, þegar Meghan bar hann undir belti. Þetta sagði Meghan í viðtali við Oprah Winfrey nýlega. En nú hefur breski rithöfundurinn og sjónvarpskonan lafði Colin Campbell skýrt frá hvaða meðlimur konungsfjölskyldunnar þetta var.

Í myndbandi, sem hún birti á YouTube, segist hún vita hver manneskjan sé og hafi vitað það í nokkurn tíma.

Hún segir að það hafi verið Anne prinsessa sem hafi sagt það sem varð til þess að Harry og Meghan hafi sagt Oprah að kynþáttahyggja viðgengist innan bresku konungsfjölskyldunnar.

Lafði Campbell, sem giftist hefðarmanni og fékk þá titilinn lafði, veit eitt og annað um konungsfjölskylduna og hefur skrifað átta bækur um hana, þar á meðal um Meghan og Harry og Díönu prinsessu.

Í myndbandinu segist hún hafa heimildir fyrir þessu og þær komi frá vini sem tilheyri efstu lögum samfélagsins og starfi sem blaðamaður hjá dagblaði sem styðji Meghan. Hún kyndir þar með undir orðróm og fer þar sömu braut og Harry og Meghan sem sögðu eitt og annað í hálfkveðnum vísum í fyrrnefndu viðtali við Oprah.

Í viðtalinu sögðu þau að ónafngreindur meðlimur konungsfjölskyldunnar hefði lýst yfir áhyggjum af að hörundslitur Archie yrði dökkur en Meghan er svört. „Þegar ég var ólétt ræddum við um að hann gæti ekki fengið titil sem prins og einnig voru viðraðar áhyggjur um hversu dökk húð hans yrði,“ sagði Meghan við Oprah.

Lafði Campbell segir að það hafi verið Anne prinsessa sem ræddi þetta við Meghan en að um „misskilning“ hafi verið að ræða og segir hún að þrír heimildarmenn, alls ótengdir, hafi staðfest þetta við hana. News.com.au skýrir frá þessu.

Anne prinsessa. Mynd:EPA

https://www.instagram.com/p/CNDBuD5MDqv/

Hún segir að Anne hafi aldrei haft áhyggjur af húðlit Archie en hafi hins vegar haft miklar áhyggjur af því að Meghan hafi ekki getað skilið eða viljað átta sig á þeim raunveruleika sem hún varð hluti af þegar hún giftist Harry. „Anne prinsessa sá strax í upphafi í gegnum Meghan. Hún hafði sífellt meiri áhyggjur af sambandi þeirra því þeim mun meiri vitneskju sem hún öðlaðist, þeim mun meira sem hún sá og þeim mun fleiri upplýsingar hún fékk um Meghan, þeim mun betur skildi hún að bak við heillandi yfirborðið leyndist ráðrík manneskja,“ segir Campbell. Hún segir að Anne hafi spurt Harry út í samband hans og Meghan og lýst yfir efasemdum vegna „hegðunar hennar og persónuleika“, en Harry hafi dregið þá ályktun að hún hefði áhyggjur af kynþætti Meghan.

„Harry hljóp til Meghan með þessar hugleiðingar og Meghan sneri þeim á hvolf og lét þær snúast um húðlit. Þetta er fólk sem er mjög iðið við að finna ágreiningsmál þar sem enginn ágreiningur er,“ segir hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti