fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Afrískir skógarfílar eru í bráðri útrýmingarhættu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. apríl 2021 12:30

Fílabein sem bandarísk yfirvöld hafa lagt hald á. Mynd:HE U.S. FISH & WILDLIFE SERVICE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afrískir fílar eiga ekki auðvelt líf þessi árin. Veiðiþjófar herja á þá í þeirri von að geta komist yfir fílabein og bændur fella skóga og drepa fíla þegar þeir ramba inn á akra þeirra. Frá 1980 hefur stofn skógarfíla minnkað um 86% og nú er staða tegundarinnar orðin svo alvarlega að hún er komin í efsta þrep lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Umræddur listi er listi IUCN, sem eru alþjóðleg samtök um náttúruvernd, um hvaða tegundum þurfi að reyna að bjarga og hvaða tegundir hafi það gott.

Afrískir skógarfílar, Loxodonta cyclotis á latínu, halda sig í löndum á borð við Mið-afríkulýðveldinu, Gabon, Kamerún og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Þeir eru minni en sléttufílar og húð þeirra er meira brúnleit. Þeir lifa í skógum og ferðast því ekki jafn langar leiðir og sléttufílarnir því í skóginum er yfirleitt nóg af vatni og æti. Þeir halda sig oft í litlum hópum þar sem kvendýrin eru með afkvæmin en karldýrin eru ein og hitta kvendýrin aðeins á fengitímanum. Bæði kynin eru með höggtennur og því drepa veiðiþjófar bæði kven– og karldýr.

Í heildina eru nú um 415.000 fílar í Afríku. Talið er að tæplega 100.000 þeirra séu skógarfílar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi