Umræddur listi er listi IUCN, sem eru alþjóðleg samtök um náttúruvernd, um hvaða tegundum þurfi að reyna að bjarga og hvaða tegundir hafi það gott.
Afrískir skógarfílar, Loxodonta cyclotis á latínu, halda sig í löndum á borð við Mið-afríkulýðveldinu, Gabon, Kamerún og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Þeir eru minni en sléttufílar og húð þeirra er meira brúnleit. Þeir lifa í skógum og ferðast því ekki jafn langar leiðir og sléttufílarnir því í skóginum er yfirleitt nóg af vatni og æti. Þeir halda sig oft í litlum hópum þar sem kvendýrin eru með afkvæmin en karldýrin eru ein og hitta kvendýrin aðeins á fengitímanum. Bæði kynin eru með höggtennur og því drepa veiðiþjófar bæði kven– og karldýr.
Í heildina eru nú um 415.000 fílar í Afríku. Talið er að tæplega 100.000 þeirra séu skógarfílar.