fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Lyfjafyrirtæki fundið sekt um svik og dauðsföll af völdum megrunarpillu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 19:30

Mediator. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn kvað dómstóll í París upp þann dóm að franska lyfjafyrirtækið Servier hefði gerst sekt um alvarlegt svindl og manndráp af gáleysi. Ástæðan er að megrunarlyf frá fyrirtækinu hefur verið tengt við mörg hundruð dauðsföll.

Lyfið sem um ræðir heitir Mediator og var þróað til að berjast gegn ofþyngd sykursýkisjúklinga.

Dómurinn kvað upp úr um að fyrirtækið beri ábyrgð á mörg hundruð dauðsföllum.

Lyfið var í sölu í 33 ár og um 5 milljónir manna notuðu það áður en það var tekið af markaði 2009 af ótta við að það gæti haft alvarleg hjartavandamál í för með sér. Tíu ár liðu frá því að áhyggjur af þessu voru fyrst viðraðar þar til lyfið var tekið af markaði.

Fyrirtækið hafði samið um að greiða bætur upp á 200 milljónir evra til notenda lyfsins áður en dómur var kveðinn upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Í gær

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt