fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Lara Trump ráðinn til Fox News – Upphafið að einhverju stærra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 07:15

Lara Trump ávarpar kosningafund Donald Trump síðasta haust. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Trump-fjölskyldan ætli ekki að draga sig í hlé og verða áhrifalaus eftir brotthvarf Donald Trump úr Hvíta húsinu. Hann er sjálfur að íhuga að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik 2024. Aðrir fjölskyldumeðlimir eru samtímis að koma sér af stað í stjórnmálum.

New York Times segir að Lara Trump, sem er gift Eric syni Donald Trump, hafi í hyggju að vera í áberandi hlutverki í næstu forsetakosningum. Fram að þeim ætlar hún þó að nýta tímann í annað sem má telja skref í átt að stjórnmálaferli en hún hefur verið ráðin til Fox News sem hefur löngum verið uppáhaldssjónvarpsstöð forsetans fyrrverandi.

Lara verður sérfræðingur hjá stöðinni og á að vinna við stjórnmálaskýringar og leyfa áhorfendum að heyra afstöðu hennar til ýmissa pólitískra málefna. „Ég er svo ánægð með að verða hluti af Fox-fjölskyldunni,“ sagði hún um nýja starfið.

Hún er ekki alveg ókunnug Fox News því hún var oft notuð í pólitísku samhengi af stöðinni, sem er hægrisinnuð, í tengslum við margvísleg mál.

Fox News hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Trump-fjölskyldunni enda mikill samhljómur með fréttaflutningi stöðvarinnar og skoðunum fjölskyldunnar. Donald Trump taldi stöðina þó svíkja sig í forsetakosningunum á síðasta ári og var ansi ósáttur við hana. Þetta varð til þess að stöðin missti töluvert áhorf. En vináttan hefur styrkst á nýjan leik og nú er Lara Trump sem sagt orðin starfsmaður stöðvarinnar. Hún var meðal ráðgjafa Donald Trump í kosningabaráttunni á síðasta ári og hefur því verið velt upp að hún hyggist jafnvel sækjast eftir öldungadeildarsæti fyrir hönd Norður-Karólínu á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift