fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

ESB stöðvar útflutning á bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 06:50

Bóluefni AstraZeneca hefur búið til nýjan sjúkdóm segir prófessorinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB hefur stöðvað allan útflutning á bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá og með gærdeginum er óheimilt að flytja bóluefnið út frá aðildarríkjum sambandsins.

Svíinn Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum ESB, staðfesti þetta í samtali við Svenska Dagbladet. Hann sagði að fyrirtækið verði fyrst að afhenda þá skammta sem það hafði samið við ESB um afhendingu á.

Framkvæmdastjórn ESB ákvað í síðustu viku að herða reglur um útflutning á bóluefnum frá sambandsríkjunum og eftirlit með þessum útflutningi. Ein aðalástæðan fyrir þessu er að lyfjafyrirtækin hafa ekki staðið við gerða samninga og hafa sjónir fólks aðallega beinst að AstraZeneca í þessu sambandi en fyrirtækið hefur flutt mikið magn af bóluefnum til annarra ríkja á meðan fyrirtækið hefur ekki staðið við gerða samninga við ESB. Fyrirtækið hefur til dæmis flutt mikið af bóluefnum til Bretlands.

Ursula van der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar ESB, hefur sagt að 77 milljónir skammta af bóluefnum hafi verið fluttir út frá sambandsríkjunum á sama tíma og þau hafa fengið 88 milljónir skammta.

„Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar gerði það ljóst á föstudaginn að nú verði útflutningur AstraZeneca stöðvaður með öllu þar til fyrirtækið uppfyllir samninginn við ESB. Það er það sem gildir núna,“ sagði Bergström í samtali við Svenska Dagbladet. Hann sagði jafnframt að í raun hafi ekkert verið flutt út af bóluefnum AstraZeneca síðan í lok janúar. Fyrirtækið hafi beðið um leyfi til að flytja 200.000 skammta til Ástralíu en þeirri beiðni hafi verið hafnað og nú sé ljóst að framkvæmdastjórnin muni ekki heimila neinn útflutning á bóluefnum AstraZeneca.

Samkvæmt samningi ESB og AstraZeneca á fyrirtækið að afhenda 300 milljónir skammta til aðildarríkja sambandsins fyrir 30. júní. Nýlega tilkynnti fyrirtækið að það geti aðeins afhent þriðjung þessa magns. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að sögn framleiðsluvandi í verksmiðju fyrirtækisins í Belgíu.

Bergström sagði ekki liggja fyrir hvort útflutningsbannið hafi í för með sér að aðildarríki ESB, og þá væntanlega Ísland sem er aðili að bóluefnakaupum ESB, fái meira magn af bóluefni AstraZeneca. Hann sagði einnig að útflutningsbannið gildi aðeins um bóluefni AstraZeneca.

Fyrirtækið fékk nýlega grænt ljós frá Evrópsku lyfjastofnuninni til að hefja framleiðslu á virka efninu í bóluefninu í verksmiðju í Leiden í Hollandi. Þá eru verksmiðjurnar, þar sem virka efnið er framleitt, orðnar fjórar. Ein er í Belgíu, ein í Bandaríkjunum og ein í Suður-Kóreu og svo bætist nýja verksmiðjan í Hollandi við.

Talsmaður AstraZeneca staðfesti í samtali við Svenska Dagbladet að útflutningsbann hafi tekið gildi í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum
Pressan
Í gær

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp
Pressan
Í gær

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini
Pressan
Í gær

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Trump brást ókvæða við þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hana – Sagði tolla skattalækkun fyrir Bandaríkjamenn

Upplýsingafulltrúi Trump brást ókvæða við þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hana – Sagði tolla skattalækkun fyrir Bandaríkjamenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár