fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Mikið fjaðrafok á Englandi – Kennari sýndi teikningu af Múhameð spámanni í kennslustund – Er nú í felum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. mars 2021 18:30

Frá mótmælum við skólann á föstudaginn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur gengið á í Batley grunnskólanum, sem er í bænum Batley nærri Leeds á Englandi, síðustu daga eftir að trúarbragðakennari við skólann sýndi teikningu úr franska skopmyndaritinu Charlie Hebdo í kennslustund. Myndin er af spámanninum Múhameð og notaði kennarinn hana í tengslum við kennslu um guðlast.

Foreldrar, barna í skólanum, fréttum fljótt af þessu og mótmæli hófust í kjölfarið. Múslimar og prédikarar úr mosku í bænum auk nokkurra foreldra hafa haft sig mest í frammi í mótmælunum og krefjast þess að kennaranum verði vikið úr starfi.

„Við verðum að standa upp og sýna þeim, skólastjóranum, skólanum og yfirvöldum, að þetta er ekki eitthvað sem er hægt að taka vægt á. Það er lína sem má ekki fara yfir,“ sagði einn mótmælendanna, „Abdullah“, í samtali við BBC.

BBC Radio Leeds hafði eftir foreldri eins nemandans að henni þætt leitt að myndin hefði verið notuð í kennslu en að hún styðji ekki mótmælin því henni finnist þau „óhugnanleg og ógnandi“.

Kennarinn sýndi myndina í upphafi síðustu viku og varaði nemendur við að hér væri um umdeilda mynd að ræða. Síðar um daginn fór fréttin um málið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og nafn kennarans var birt. Honum bárust í kjölfarið morðhótanir og nú er hann í felum af ótta um líf sitt. Honum hefur að auki verið vikið tímabundið úr starfi af skólastjóranum sem hefur beðist afsökunar á málinu og sett rannsókn af stað. Afsökunarbeiðnin var lesin upphátt fyrir þá sem mættu við skólann á fimmtudaginn en í henni kom einnig fram að mikilvægt sé að börn læri um andleg málefni og trúarbrögð en það verði að gerast á viðeigandi hátt. Þetta dugði ekki til að lægja öldurnar og mótmælendur, sem krefjast þess að kennarinn verði að minnsta kosti rekinn, lokuðu fyrir aðgang að skólanum á fimmtudag og föstudag og varð því að grípa til fjarkennslu.

Tæplega helmingur íbúa Batley eru múslimar og málið hefur vakið mikla reiði í samfélagi þeirra. Málið hefur einnig ratað inn á borð bresku ríkisstjórnarinnar. Gavin Williamson, menntamálaráðherra, hvatti skólastjórnendur til að ræða málin við kennara og nemendur en sagði um leið að mótmæli, eins og verið hafa, þar sem morðhótanir og brot á sóttvarnareglum eiga sér stað séu óásættanleg og verði að stöðva. „Skólum er heimilt að nota allt hugsanlegt efni, hugmyndir og annað í kennslu sinni, einnig það sem er umdeilt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“