Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsakendurnir, sem eru frá The University of Manchester og Manchester Biomedical Research Centre, telji að 7,6% sjúklinganna tapi heyrn, 14,8 glími við suð í eyrum og 7,2% við svima. Rannsóknin er byggð á gögnum úr 24 öðrum rannsóknum.
Kórónuveiran hefur áhrif á hluta forgarðsbúnaðarins í eyrunum sem stýrir jafnvægi og augnhreyfingum.
Sky News hefur eftir Kevin Munro, prófessor, að ef rétt reynist að á mili 7% og 15% sjúklinga glími við þessi einkenni verði að taka það mjög alvarlega.
Ekki er vitað af hverju COVID-19 veldur þessu.