fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Telja að COVID-19 valdi heyrnartapi, suði fyrir eyrum og svima

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 07:00

COVID-19. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja að tæplega 15% þeirra sem veikjast af COVID-19 glími við suð fyrir eyrum, svima og jafnvel heyrnartap í kjölfarið. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsakendurnir, sem eru frá The University of Manchester og Manchester Biomedical Research Centre, telji að 7,6% sjúklinganna tapi heyrn, 14,8 glími við suð í eyrum og 7,2% við svima. Rannsóknin er byggð á gögnum úr 24 öðrum rannsóknum.

Kórónuveiran hefur áhrif á hluta forgarðsbúnaðarins í eyrunum sem stýrir jafnvægi og augnhreyfingum.

Sky News hefur eftir Kevin Munro, prófessor, að ef rétt reynist að á mili 7% og 15% sjúklinga glími við þessi einkenni verði að taka það mjög alvarlega.

Ekki er vitað af hverju COVID-19 veldur þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Í gær

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold