fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Láta undan kröfum Norður-Kóreu og banna áróðurssendingar yfir landamærin

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 13:00

Suður-Kóreumenn hafa oft sent blöðrur sem þessar norður yfir en þó ekki með rusl. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa látið undan kröfum einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu um að banna aðgerðarsinnum að senda áróður af ýmsu tagi norður yfir landamæri ríkjanna. Bannið er rökstutt með að það „ógni öryggi“ þeirra Suður-Kóreubúa sem búa nærri landamærunum. Aðgerðarsinnar ætla ekki að láta bannið stoppa sig.

Áratugum saman hafa aðgerðarsinnar farið að landamærunum og sent stórar blöðrur norður yfir með ýmsum áróðri og upplýsingum til einangraðra íbúa einræðisríkisins. Þeir hafa einnig hvatt til uppreisnar gegn einræðisstjórninni.

Kóreuríkin eiga formlega séð enn í stríði, aðeins var samið um vopnahlé á sínum tíma. Samskipti þeirra hafa verið upp og niður í gegnum tíðina en eru með minna móti þessi misserin og þá kannski aðallega vegna heimsfaraldursins en einnig vegna óánægju einræðisstjórnarinnar með aðgerðir aðgerðarsinna sunnan landamæranna.

Stjórnvöld í Suður-Kóreu létu undan kröfum einræðisstjórnarinnar um að grípa inn í áróðurssendingarnar norður yfir landamærin og hafa nú í raun bannað gagnrýni á stöðu mannréttindamála hjá grönnunum í norðri.

Í nýjum lögum, sem voru samþykkt fyrir jól, kemur fram að bannað sé að setja upp hátalara við landamærin til að útvarpa áróðri og skilaboðum yfir þau. Einnig er bannað að setja upp veggspjöld, sem fjalla um Norður-Kóreu, nærri landamærunum og bannað er að senda áróðursrit og annað álíka norður yfir landamærin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi