Það er Florida Fish and Wildlife Conservation Commission sem ákvað að bannað verði að selja og rækta þær 16 tegundir sem valda mestum skaða vistkerfinu í ríkinu. The Guardian skýrir frá þessu.
Bannið nær til allra tegunda kyrkislanga en þær hafa fjölgað sér svo mikið í náttúrunni í ríkinu að mikil vá vofir yfir vistkerfinu á hinu fræga Everglades svæði. Einnig eru nokkrar eðlutegundir á listanum auk risaslanga og græneðla.
Margir mótmæltu banninu þegar það var kynnt en yfirvöld telja sig knúin til að grípa til aðgerða vegna mikillar útbreiðslu þessara tegunda og neikvæðra áhrifa þeirra á vistkerfið.