fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Vilja reisa dómsdagshvelfingu á tunglinu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. mars 2021 19:30

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkfræðingar vilja reisa dómsdagshvelfingu á tunglinu. Hana á að fylla með milljónum fræja, gróa, sæði og eggja frá hinum ýmsu tegundum hér á jörðinni. Þetta á að fela í stóru neti röra. Þessi dómsdagshvelfing á að vera erfðafræðilegur varasjóður ef eitthvað mikið myndi fara úrskeiðis hér á jörðinni. Hugmyndin er því í raun sú sama og er á bak við dómsdagshvelfinguna á Svalbarða.

CNN segir að vísindamenn við University of Arizona hafi lagt til að byggð verði örk, sem verði „alþjóðleg trygging, fyrir 6,7 milljónir tegunda frá jörðinni. Örkin eða dómsdagshvelfingin verði varðveitt og falin í hellum og göngum undir yfirborði tunglsins. Hvelfingin mun verða varasjóður ef allt líf á jörðinni gjöreyðist. En það er langt í land með að þessi hugmynd geti orðið að veruleika.

Dómsdagshvelfingin á Svalbarða.

 

 

 

 

 

Jekan Thanga, verkfræðiprófessor við University of Arizona, segir í yfirlýsingu að mannkynið hafi sloppið naumlega fyrir 75.000 árum þegar Toba ofureldfjallið gaus en í kjölfarið lækkaði hitastigið á jörðinni í 1.000 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú