ScienceAlert skýrir frá þessu. Allar bakteríurnar eru af ættum sem lifa í jarðvegi og ferskvatni þar sem þær breyta köfnunarefni úr andrúmsloftinu í efni sem plöntur geta notað og leggja þannig sitt af mörkum til þess að plöntur geti vaxið og koma í veg fyrir plöntusjúkdóma. Sem sagt bakteríur sem maður vill hafa ef maður er að rækta plöntur.
Um borð í geimstöðinni hafa árum saman verið gerðar tilraunir með að rækta plöntur og því gott að hafa bakteríur sem þessar.
Nú ætla vísindamenn að rannsaka þessar bakteríur enn frekar og bera saman við ættingja þeirra hér á jörðinni til að komast að því hvaða eiginleikar þeirra gera að verkum að þær þrífast úti í geimnum. Allt tengist þetta fyrirætlunum um að í framtíðinni muni geimfarar rækta eigin mat í löngum geimferðum og verða meira sjálfbjargandi hvað varðar mat.
Í heildina hafa rúmlega 1.000 tegundir baktería fundist í geimstöðinni og á enn eftir að senda stærsta hluta þeirra til jarðarinnar til rannsókna.