fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Bandarískir hermenn sendir til Mósambík

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. mars 2021 18:30

Bandarískir hermenn á æfingu. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að senda hermenn til Mósambík til að þjálfa her landsins til að hann geti barist við öfgasinnaða íslamista sem tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið. Bandarískir sérsveitarmenn eru komnir til landsins og munu þjálfa innlenda hermenn næstu tvo mánuðina til að þeir geti „komið í veg fyrir útbreiðslu hryðjuverka og ofbeldisfullrar öfgahyggju“ segir í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu í Maputo, höfuðborg Mósambík.

Nýlega tilkynntu bandarísk stjórnvöld að Íslamska ríkið í Mósambík væru alþjóðleg hryðjuverkasamtök og gripu til refsiaðgerða gegn þeim og stofnanda þeirra, Abu Yasir Hassan.

Átök hafa farið harðnandi í Mósambík að undanförnu og ofbeldi hefur færst í vöxt. Um 670.000 manns hafa hrakist frá heimilum sínum vegna hrottalegra árása öfgasinna í Cabo Delgado héraðinu. Árásum og dauðsföllum fjölgaði mikið í héraðinu á síðasta ári miðað við árin á undan samkvæmt tölum frá ACLED samtökunum.

Íslamska ríkið hefur sótt í sig veðrið í Afríku að undanförnu og styrkt stöðu sína. Það er engin tilviljun að héraðið  Cabo Delgado hefur orðið sérstaklega fyrir barðinu á öfgasinnum því þar er Mocímboa da Praia, sem er ein mikilvægasta hafnarborg landsins, en öfgasinnaðir íslamistar náðu henni á sitt vald í ágúst á síðasta ári. Stórar gaslindir og rúbínnámur eru einnig í héraðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans