fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Var talinn af eftir flóðbylgjuna miklu 2004 – Fannst á lífi nýlega

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. mars 2021 22:30

Abrip Asep. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indónesíski lögreglumaðurinn Abrip Asep var í hópi þeirra rúmlega 200.000 sem voru talin af eftir flóðbylgjuna miklu sem skall á nokkur Asíulönd 2004. Flóðbylgjan myndaðist við jarðskjálfta upp á 9,3 í Indlandshafi á annan dag jóla og skall á nærliggjandi ströndum. Asep var þá á vakt í Aceh-héraði á norðurhluta Súmötru.

Flóðbylgjurnar léku svæði grátt og fjölskylda Asep var þess fullviss að hann hefði látist enda spurðist ekkert til hans. Tilkynnt var um hvarf hans og síðar var hann úrskurðaður látinn. En hann var ekki dáinn því nýlega fannst hann á lífi á geðsjúkrahúsi á Súmötru. Þar hefur hann dvalið árum saman en hann glímir við erfið andleg veikindi eftir það sem hann upplifði þegar flóðbylgjan reið yfir.

Ættingjar hans komust að því að hann væri á lífi þegar þeir sáu ljósmyndir af honum á samfélagsmiðli. Ekki hefur verið skýrt frá af hverju fjölskyldan var ekki látin vita af veru hans á sjúkrahúsinu. „Ég trúði þessu ekki eftir svona langan tíma. Við héldum að hann væri dáinn. Við vissum ekki að hann væri enn á lífi,“ hefur Daily Mail eftir einum ættingja hans.

Lögreglan hefur nú staðfest að maðurinn sé Abrip Asep. „Þrátt fyrir að hann glími við andleg veikindi vegna flóðbylgjunnar er fjölskyldan mjög þakklát fyrir að hafa fundið hann,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Indónesía fór verst út úr flóðbylgjunni en að minnsta kosti 167.000 manns létust í henni. Í heildina varð hún 225.000 manns að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum