fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Segir að getnaðarlimir karla séu að styttast

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. mars 2021 06:45

Hvaða stærð vilja konur? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getnaðarlimir karla eru að styttast og kynfærin eru að aflagast vegna mengunar. Þetta segir Dr Shanna Swan, umhverfisfræðingur í nýrri bók, sem heitir „Count Down“ þar sem hún fer yfir þær áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir varðandi það að eignast afkvæmi.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að í bókinni segi Swan að mannkynið standi frammi fyrir „tilvistarvanda“ varðandi frjósemi vegna þalíðs en það er efni sem er notað við plastframleiðslu. Efnið hefur áhrif á hormónaframleiðslu innkirtlanna.

Vegna þessarar mengunar fæðast sífellt fleiri sveinbörn með mjög litla getnaðarlimi að sögn Swan. Í bókinni skoðar hún hvernig „nútímaheimurinn ógnar gæðum sæðis, breytir æxlunarfærum og ógnar framtíð mannkyns“.

Í rannsókn sinni komst hún að því að sveinbörn, sem hafa komist í snertingu við þalín í móðurkviði, fæðast með styttra bil á milli endaþarmsopsins og kynfæranna en það tengist stærð getnaðarlimsins.

Þalín er notað við plastframleiðslu til að gera það sveigjanlegra og meðfærilegra. Swan segir að það berist í leikföng og matvæli og hafi skaðleg áhrif á þroska fólks.

Swan telur að miðað við hversu hratt frjósemi karla hrakar þá verði fæstir karlmenn færir um að framleiða lífvænlegt sæði þegar árið 2045 rennur upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim