fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Segir að getnaðarlimir karla séu að styttast

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. mars 2021 06:45

Hvaða stærð vilja konur? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getnaðarlimir karla eru að styttast og kynfærin eru að aflagast vegna mengunar. Þetta segir Dr Shanna Swan, umhverfisfræðingur í nýrri bók, sem heitir „Count Down“ þar sem hún fer yfir þær áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir varðandi það að eignast afkvæmi.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að í bókinni segi Swan að mannkynið standi frammi fyrir „tilvistarvanda“ varðandi frjósemi vegna þalíðs en það er efni sem er notað við plastframleiðslu. Efnið hefur áhrif á hormónaframleiðslu innkirtlanna.

Vegna þessarar mengunar fæðast sífellt fleiri sveinbörn með mjög litla getnaðarlimi að sögn Swan. Í bókinni skoðar hún hvernig „nútímaheimurinn ógnar gæðum sæðis, breytir æxlunarfærum og ógnar framtíð mannkyns“.

Í rannsókn sinni komst hún að því að sveinbörn, sem hafa komist í snertingu við þalín í móðurkviði, fæðast með styttra bil á milli endaþarmsopsins og kynfæranna en það tengist stærð getnaðarlimsins.

Þalín er notað við plastframleiðslu til að gera það sveigjanlegra og meðfærilegra. Swan segir að það berist í leikföng og matvæli og hafi skaðleg áhrif á þroska fólks.

Swan telur að miðað við hversu hratt frjósemi karla hrakar þá verði fæstir karlmenn færir um að framleiða lífvænlegt sæði þegar árið 2045 rennur upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum