Ástæðan var að þegar presturinn mætti byrjaði hann að aka á kyrrstæða bifreið og gekk síðan óstyrkum fótum til kirkju, greinilegt var að hann var ölvaður. Norra Halland skýrir frá þessu.
Þrátt fyrir þetta óhapp í upphafi fór útförin fram og presturinn synti skylduverkum sínum. Að athöfninni lokinni var hringt í lögregluna sem hafði afskipti af prestinum áður en hann gat sest upp í bíl sinn og ekið af stað. Hann reyndist vera undir áhrifum áfengis og var því handtekinn og færður til sýnatöku.
Yfirstjórn kirkjunnar tók ekki á málinu af neinni léttúð og hóf strax rannsókn á máli prestsins og svipti hann embætti. Talsmaður kirkjunnar sagðist harma atburðinn og sagði hann hörmulegan fyrir alla hlutaðeigandi.