fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Rafmögnuð framtíð hjá Audi – Hætta þróun brunahreyfla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. mars 2021 19:00

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að framtíðin hjá þýska bílaframleiðandanum Audi sé rafmögnuð. Fyrirtækið hefur ákveðið að hætta þróun nýrra brunahreyfla, það er véla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, og snúa sér að rafmagnshreyflum í staðinn.

Audi er í eigu Volkswagen Group sem er einn þekktasti bílaframleiðandi heims en fyrirtækið á einnig AudiSkoda og PorscheAudi hefur verið þekkt merki hvað varðar stórar og aflmiklar vélar. Það kom því mörgum á óvart þegar Markus Duesmann, forstjóri Audi, sagði í viðtali við Frankfurter Allgeimene Zeitung, að Audi þrói ekki lengur nýja brunahreyfla en muni laga núverandi bílvélar að gildandi mengunarreglum.

Hann vildi ekki nefna ákveðna dagsetningu hvað varðar að Audi hætti algjörlega að selja bíla með brunahreyflum og sagði það velta á viðskiptavinunum.

Rúmlega 90% þeirra bíla sem Audi selur núna eru með brunahreyflum en fyrirtækið er sannfært um að framtíðin sé fólgin í rafmagnshreyflum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni