fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hið nýja líf Harry – Jóga, skrifstofuhundur og partý

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. mars 2021 05:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var tilkynnt að Harry prins væri búinn að fá vinnu hjá fyrirtækinu BetterUps. En þrátt fyrir að um skrifstofuvinnu sé að ræða þýðir það ekki að vinnudagurinn hjá Harry verði hefðbundinn vinnudagur skrifstofumanns.

Alexi Robichaux, nýr yfirmaður hans, hefur skýrt frá ýmsu er varðar nýju vinnuna og hvernig dagarnir verða hjá Harry. Samkvæmt fréttum Sky News og The Daily Mail þá mun Harry vinna með app sem verður markaðssett fyrir þúsaldarkynslóðina en markhópurinn er ungt fólk.

Þegar sóttvarnaaðgerðir leyfa mun Harry vinna á skrifstofu fyrirtækisins í San Francisco. Þar getur hann sótt jógatíma, æft sig í boxi eða haft það huggulegt með skrifstofuhundinum Gordo. Harry fær einnig að taka hundana sína tvo með í vinnuna ef hann vill.

BetterUp er fjörugur vinnustaður og þar eru oft haldin þemapartý fyrir starfsfólkið. Á LinkedIn markaðssetur fyrirtækið sig sem líflegt fyrirtæki þar sem eitt og annað gerist.

Starfsheiti Harry er „Chief Impact Officer“ og sagði Robichaux í samtali við Sky News að Harry muni vinna við ýmislegt, þar á meðal vöruþróun, viðskiptaþróun, þróa upplifanir fyrir viðskiptavini og koma að ýmsu samstarfi.

Ekki hefur komið fram hvað Harry fær í laun en vitað er að fyrirtækið selur þjónustu sína dýrt en þar starfa um 200 manns. Fyrirtækið er metið á 1,73 milljarða dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti