fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Slæmar fréttir fyrir aðdáendur beikons – Eykur líkurnar á elliglöpum að borða það

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 22:30

Beikon er gott en óhollt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar eru ekki góðar fyrir þá sem borða beikon. Rannsóknin byggist á gögnum um 500.000 manns og gengur út á að rannsaka tengsl á milli neyslu beikons og minni heilastarfsemi.

Samkvæmt niðurstöðunum þá aukast líkurnar á að fá elliglöp um 44% ef fólk borðar einn skammt af beikoni á dag. Daily Mirror skýrir frá þessu.

Fram kemur að vísindamenn við Leeds Universitet hafi notað gögn 500.000 manns til að rannsaka hugsanleg tengsl kjötáts og neikvæðra áhrifa þess á heilastarfsemina.

Unnar kjötvörur á borð við pylsur og hamborgara auka líkurnar á að heilinn verði fyrir neikvæðum áhrifum. Sumar tegundir óunnins kjöts, til dæmis nautakjöt, svínakjöt og kálfakjöt, hafa hins vegar þveröfug áhrif og geta veitt vernd gegn elliglöpum að sögn vísindamannanna.

Fólk sem borðar 50 grömm af óunnu kjöti á dag á síður á hættu að þróa með sér elliglöp segir í niðurstöðum rannsóknarinnar og  minnka líkurnar á því um 20% við þetta. Rannsóknin hefur verið birt í American Journal of Clinical Nutrition.

Einnig kemur fram að það að borða einn skammt af beikoni á dag auki líkurnar á elliglöpum um 44%. Janet Cade, prófessor, vann að rannsókninni og segir hún að allt það sem sé hægt að rannsaka varðandi áhættuþætti elliglapa geti orðið til þess að hægt verði að fækka þeim sem þrói með sér elliglöp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi