fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Pressan

Óvænt vandræði við nýjan reiðhjólastíg – Ítrekað kynsvall

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 05:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur fjallahjólafólks hefur að undanförnu glímt við sérstakt vandamál við nýjan hjólastíg, sem hjólafólk lagði, í Staurby skógi nærri Middelfart á Fjóni í Danmörku. Svæðið, þar sem hjólastígurinn liggur, er greinilega vinsælt til kynlífsiðkunar og hefur það ekki farið fram hjá hjólafólki.

TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu karlmenn sem noti svæði í skóginum til að hittast og stunda kynlíf. TV2 hefur eftir Per Strandstoft, hjólreiðamanni, að þegar hann hjólaði eftir stígnum hafi hann séð karlmenn sem gengu um og virtust vera í leit að einhverju. „Síðan áttaði ég mig á hvað var í gangi. Ég sá fimm karla, sem voru á fulli, í bókstaflegri merkinu. Þegar ég kom aðeins lengra hjólaði ég næstum á tvo karla sem stóðu tæpan metra frá stígnum og voru greinilega að stunda kynlíf,“ sagði hann.

Talsmaður lögreglunnar hvatti hjólafólk til að hringja í lögregluna ef það lendir í svipuðum málum til að hægt sé að ræða við karlana. Hann tók fram að hér sé ekki um ólöglegt athæfi að ræða nema verið sé að reyna á vísvitandi hátt að særa blygðunarkennd annarra en það virðist ekki vera tilfellið í fyrrgreindum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga