TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu karlmenn sem noti svæði í skóginum til að hittast og stunda kynlíf. TV2 hefur eftir Per Strandstoft, hjólreiðamanni, að þegar hann hjólaði eftir stígnum hafi hann séð karlmenn sem gengu um og virtust vera í leit að einhverju. „Síðan áttaði ég mig á hvað var í gangi. Ég sá fimm karla, sem voru á fulli, í bókstaflegri merkinu. Þegar ég kom aðeins lengra hjólaði ég næstum á tvo karla sem stóðu tæpan metra frá stígnum og voru greinilega að stunda kynlíf,“ sagði hann.
Talsmaður lögreglunnar hvatti hjólafólk til að hringja í lögregluna ef það lendir í svipuðum málum til að hægt sé að ræða við karlana. Hann tók fram að hér sé ekki um ólöglegt athæfi að ræða nema verið sé að reyna á vísvitandi hátt að særa blygðunarkennd annarra en það virðist ekki vera tilfellið í fyrrgreindum málum.