fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Versnandi staða heimsfaraldursins á Indlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 20:00

Indverjar bólusetja af miklum krafti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indversk yfirvöld óttast að erfiðir tímar séu fram undan hvað varðar smit af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Í síðustu viku voru 260.000 ný smit staðfest og er þetta einn mesti fjöldi smita sem hefur verið staðfestur á einni viku síðan faraldurinn skall á.

Á mánudaginn greindust 47.000 smit og hafa ekki verið fleiri á einum degi í marga mánuði. Byrjað er að herða sóttvarnaaðgerðir en þær munu koma illa niður á mörgum og margir munu missa vinnuna og hinir fátækustu munu verða enn fátækari. Víða virðir fólk sóttvarnaráðstafanirnar að engu og notar ekki andlitsgrímur og virðir ekki kröfur um að halda góðri fjarlægð á milli sín og annarra.

Yfirvöld hafa varað við pólitískum fundum vegna smithættu og óttast enn frekari útbreiðslu smita þegar hindúar koma saman og fagna á næstunni við Ganges. Tólfta hvert ár er Kumbh Mela fagnað og ber hátíðina upp á nú í ár og stendur yfir í viku og er talið að 150 milljónir manna muni leggja leið sína til Haridwar til að taka þátt en margir telja að þeir fái syndaaflausn með að baða sig í Ganges.

Tæplega 12 milljónir hafa nú greinst með veiruna á Indlandi og um 160.000 hafa látist.

Indverjar eru stærstu framleiðendur bóluefna í heiminum. Þeir hafa flutt rúmlega 60 milljónir skammta til 76 landa og hafa sjálfir notað 44 milljónir skammta síðan bólusetningar hófust um miðjan janúar. Stefnt er að því að búið verði að bólusetja 300 milljónir landsmanna í ágúst en þá verður um einn milljarður enn óbólusettur.

Á mánudaginn var tilkynnt að eitt af stóru indversku lyfjafyrirtækjunum hafi samið við rússneska fjárfestingarsjóðinn RDIF um framleiðslu á allt að 200 milljónum skammta af Sputnik V á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift