Yfirvöld hafa nú sent aðvörun til íbúa á svæðinu að ný plága af verstu tegund sé jafnvel að skella á þeim. Um er að ræða eina banvænustu könguló heims, The Sydney funnel-web spider, sem mun nú væntanlega leita inn í hús fólks.
Ástæðan er að vegna mikilla flóða í og við Sydney hrekjast köngulærnar frá dvalarstöðum sínum og leita á þurrari slóðir og þar eru heimili fólks góður staður. Er fólk því hvatt til að vera á varðbergi.