fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

Biden vill herða skotvopnalöggjöfina – Vill banna hálfsjálfvirk og sjálfvirk skotvopn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 07:00

Það er hægt að kaupa margvísleg skotvopn í Bandaríkjunum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að hann vilji banna fjölda hálfsjálfvirkra og sjálfvirkra skotvopna. Þessi orð lét hann falla í kjölfar fjöldamorðs í Boulder í Colorado þar sem 21 árs maður skaut tíu til bana á mánudaginn. Í síðustu viku voru átta skotnir til bana á þremur nuddstofum í Atlanta í Georgíu og var sami maðurinn að verki á öllum nuddstofunum.

Biden ávarpaði bandarísku þjóðina í gær og sagðist „ekki þurfa að bíða mínútu lengur með að taka skynsamleg skref sem muni bjarga mannslífum í framtíðinni,“ og til að „hvetja félaga mína í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni til aðgerða“.

„Þetta er ekki og ætti ekki að vera flokkpólitískt vandamál. Þetta er bandarískt vandamál. Þetta mun bjarga mannslífum. Bandarískum lífum og við verðum að gera eitthvað,“ sagði Biden.

Bandaríkjamenn hafa árum saman heyrt hverja hryllingsfréttina af annarri um fjöldamorð í skólum, næturklúbbum, kvikmyndahúsum, verslunum og víðar. Nú er staðan sú að mikill meirihluti landsmanna vill herða vopnalöggjöfina en Repúblikanar hafa lengi verið á móti breytingum á henni og telja að það brjóti gegn stjórnarskrárvörðum rétti landsmanna til að bera vopn að herða reglurnar.

Fyrr í mánuðinum samþykkti meirihluti Demókrata í fulltrúadeildinni tvö frumvörp sem eiga að styrkja ferlið í tengslum við bakgrunnskönnun á þeim sem vilja kaupa skotvopn. Ekki er talið líklegt að frumvörpin verði samþykkt í öldungadeildinni því til þess að svo fari verða að minnsta kosti níu Repúblikanar að greiða atkvæði með þeim en flokkarnir eru báðir með 50 sæti í deildinni.

Jen Psaki, samskiptastjóri Biden, sagði í gær að stjórn Biden íhugi nú að fara aðrar leiðir til að taka á málum tengdum vopnum og skotárásum. Þar á meðal sé að Biden nýti rétt sinn til að gefa út forsetatilskipanir til að þvinga breytingar í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“