fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

Segir að miklu fleiri fljúgandi furðuhlutir hafi sést en skýrt hefur verið frá

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Ratcliffe, sem var yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna í stjórn Donald Trump, segir að flugmenn hjá flughernum og gervihnettir hafi séð „miklu fleiri“ fljúgandi furðuhluti en skýrt hefur verið frá opinberlega.

Þetta sagði hann í viðtali við Fox News í tilefni af því að fljótlega verður birt skýrsla stjórnvalda um „óþekkt fyrirbæri í lofti“. Ratcliffe sagði að í skýrslunni verði skýrt frá slíkum atburðum um allan heim, atburðum sem ekki hefur verið skýrt frá opinberlega áður. „Í hreinskilni sagt þá hafa miklu fleiri svona mál komið upp en skýrt hefur verið frá,“ sagði hann.

Hann sagði að búið væri að aflétta leynd yfir sumum þessara mála og að þegar rætt sé um mál af þessu tagi þá séu það hlutir sem flugmenn hersins hafa séð eða hafa sést á gervihnattarmyndum. Það sé erfitt að útskýra sumar hreyfingar þessara hluta og erfitt eða útilokað sé að herma eftir þeim því við búum ekki yfir tækni til þess. Hann sagði einnig að sumir þessara hluta hafi flogið á meiri hraða en hljóðið en samt sem áður hafi ekki heyrst tilheyrandi hljóð þegar hljóðmúrinn var rofinn.

Skjáskot úr myndbandi frá Bandaríkjahers af óþekktum fljúgandi hlut.

Birta verður skýrsluna á næstu vikum, eða í síðasta lagi í byrjun júní. Ákvæði um þetta var sett inn í frumvarp um aðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem Trump skrifaði undir áður en hann lét af embætti.

Skýrslan verður gefin út af varnarmálaráðuneytinu og leyniþjónustustofnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu