fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Pressan

„Þú kemst ekki undan óþefnum“ – Músaplága af áður óþekktri stærðargráðu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 22:00

Afrakstur smá músaveiða. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þurrkar, eldar, heimsfaraldur kórónuveirunnar og mýs. Þetta er það sem íbúar í strjálbýli í New South Wales í Ástralíu þurfa að glíma við þessa mánuðina. Músaplágan er af áður óþekktri stærðargráðu og minnir að sögn einna helst á eitthvað sem er skrifað um í bókum.

Samkvæmt umfjöllun The Guardian þá berjast íbúar margra bæja í strjálbýlinu í ríkinu við mýs og rottur. Á samfélagsmiðlum hefur fólk lýst því að það hafi vaknað upp við að mýs hafi dottið niður á kodda þeirra og þegar grasflötin virðist hreyfast að næturlagi þegar lýst er á hana með vasaljósi. Þá flýja mýs í þúsundatali undan ljósinu. Lisa Gore, sem býr í Toowoomba, sagði að vinkona hennar hefði fundið vonda lykt koma frá hægindastól sínum og hefði tekið áklæðið á örmunum af. Undir því var músahreiður.

Karen Fox, sem býr í Dubbo, sagðist hafa stigið út úr sturtu að morgni til og þá séð mús stara á sig frá lofttúðunni.

Í Gulargambone mætir Naav Singh fimm klukkustundum fyrr í vinnuna hjá 5Star stórversluninni til að þrífa eftir næturheimsóknir músa. „Stundum viljum við ekki fara inn á morgnana. Þær lykta, þær drepast og það er útilokað að finna öll hræin . . . sumar nætur veiðum við rúmlega 400 – 500 mýs,“ sagði hann. Áður en hægt er að opna verslunina verður að tæma allar 17 músagildrurnar, þrífa músaskít og henda öllum vörum sem mýsnar gætu hafa nartað í. Verslunin hefur þurft að draga úr vöruúrvali sínum vegna þessa, geyma allt sem hægt er í gámum og restina í tómum frystum. Ekkert er óhult fyrir músunum sem naga sig meira að segja í gegnum þykkt plast gosdrykkjaflaskna.

Eftir áralanga þurrka rigndi mikið í Queensland á síðasta ári og það þýddi að mýs fjölguðu sér gríðarlega. Íbúar fóru að taka eftir þessum mikla fjölda í október og síðan þá hafa þær fjölgað sér enn frekar og minna nú á lýsingar úr sögubókum.

Pip Goldsmith, sem býr í Coonamble, hefur veitt rúmlega 100 mýs í bíl sínum og inni í húsinu hennar og utan við það hefur hún veitt mörg þúsund dýr. „Þær lykta hvort sem þær eru lifandi eða dauðar. Þú kemst ekki undan óþefnum,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 3 dögum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast