fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Rannsaka hvort andlát þriggja Norðmanna tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 06:58

Rannsóknarstofur AstraZeneca í Lundi í Svíþjóð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norsk yfirvöld tilkynntu í gær að tveir Norðmenn hefðu látist um helgina af völdum blóðtappa á háskólasjúkrahúsinu í Osló. Verið er að rannsaka hvort andlát þeirra tengist bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Fyrir var andlát eins Norðmanns til rannsóknar af sömu ástæðu.

Norska ríkisútvarpið, NRK, skýrir frá þessu. Haft er eftir Steinar Madsen, hjá norsku lyfjastofnuninni að hér sé um hörmuleg dauðsföll að ræða og ekki sé hægt að útiloka að þau tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca en frekari rannsókna sé þörf. Ekki hefur verið sýnt fram á tengsl á milli bóluefnisins og dauðsfallanna.

Í tilkynningu lyfjastofnunarinnar kemur fram að áður hafi verið tilkynnt um fimm sjúklinga sem hafi verið lagðir inn á háskólasjúkrahúsið í Osló með blóðtappa, blæðingar og lágt magn storknunarefnis í blóði. Allt hafði fólkið verið bólusett með bóluefni AstraZeneca og allt er það yngra en 55 ára. Þrír af þeim eru nú látnir.

Norðmenn gerðu hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca eftir að tilkynningar bárust um alvarleg veikindi fólks eftir að það hafði verið bólusett. Einkennin þykja mjög óvenjuleg en það eru blóðtappar, blæðingar og lítið magn storknunarefnis og hafa þau ekki sést hjá fólki sem hefur verið bólusett með hinum bóluefnunum sem eru notuð gegn kórónuveirunni.

NRK hefur eftir Madsen að á háskólasjúkrahúsinu hafi ítarlegar rannsóknir verið gerðar á málunum og að rannsóknir standi einnig yfir í öðrum löndum en mörg svipuð tilfelli hafi komið upp í Evrópu.

Vísindamenn við háskólasjúkrahúsið í Osló telja að fólkið hafi fengið heiftarleg ónæmisviðbrögð þegar það var bólusett. Pål Andre Holme, læknir, hefur stýrt rannsókninni og sagði hann á fréttamannafundi fyrir helgi að það sem rannsóknarteymið hafi fundið fram að þessu styðji við kenninguna um að ónæmiskerfi líkamans hafi brugðist mjög kröftuglega við bóluefninu og hafi myndað mótefni sem geti hrundið af stað keðjuverkun sem valdi blóðtappa. Hann var spurður hvot hann sé viss um að bóluefnið valdi þessu og svaraði að ýmislegt bendi til þess. „Þetta eru sjúklingar sem voru bólusettir 3 til 10 dögum áður en þeir veiktust. Ég sé enga aðra möguleika í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum