Tom var látinn laus eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í nokkra daga en hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. Lögreglan telur þó að Tom viti eitthvað um málið og hefur hann því stöðu grunaðs.
Lögreglan telur að rannsókn málsins miði áfram en segir að ákæra verði ekki gefin út á næstu dögum. Þetta hefur VG eftir Gjermund Hanssen, yfirlögregluþjóni. Hann sagði málið vera umfangsmikið, flókið og krefjandi. Enn eigi eftir að ljúka mörgum mikilvægum skrefum í rannsókninni áður en ákvörðun verður tekin um hvort ákæra verði gefin út og það gerist líklega ekki fyrr en í sumar.
Hann sagði að í heildina miði rannsókn málsins þó áfram og að lögreglan telji sig þokast nær því að vita hver örlög Anne-Elisabeth urðu og hvern eða hverja sé hægt að draga til ábyrgðar fyrir það.