fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Lögreglan telur að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth miði áfram – Ákvörðun um ákæru í sumar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 19:17

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan vinnur enn hörðum höndum að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018. Lögreglan gengur út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt og að lausnargjaldskrafa, sem var sett fram, hafi aðeins verið liður í blekkingaraðgerðum. Fyrir tæpu ári var eiginmaður Anne-Elisabeth, Tom Hagen, handtekinn grunaður um að hafa átt aðild að hvarfi hennar og morði.

Tom var látinn laus eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í nokkra daga en hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. Lögreglan telur þó að Tom viti eitthvað um málið og hefur hann því stöðu grunaðs.

Lögreglan telur að rannsókn málsins miði áfram en segir að ákæra verði ekki gefin út á næstu dögum. Þetta hefur VG eftir Gjermund Hanssen, yfirlögregluþjóni. Hann sagði málið vera umfangsmikið, flókið og krefjandi. Enn eigi eftir að ljúka mörgum mikilvægum skrefum í rannsókninni áður en ákvörðun verður tekin um hvort ákæra verði gefin út og það gerist líklega ekki fyrr en í sumar.

Hann sagði að í heildina miði rannsókn málsins þó áfram og að lögreglan telji sig þokast nær því að vita hver örlög Anne-Elisabeth urðu og hvern eða hverja sé hægt að draga til ábyrgðar fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið