Ástæðan fyrir þessu öllu saman er hið svokallaða „spring break“ en það hefur í för með sér að mörg þúsund manns, aðallega ungt fólk, hópast á svæðið til að skemmta sér. Göturnar hafa verið fullar af þessum ferðamönnum, sem margir hverjir eru undir áhrifum margvíslegra vímuefna, að undanförnu með tilheyrandi hávaða og látum. Að auki hafa margir áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar því fólk er lítið að spá í sóttvarnir.
Ástandið var mjög slæmt á laugardagskvöldið og endaði með að lögreglan beitti táragasi til að stöðva samkomuhaldið á götum úti.