fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Vísindamenn fagna ótrúlegri uppgötvun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 14:30

Steingervingurinn athyglisverði. Mynd:Shundong Bi, Indiana University of Pennsylvania

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppgötvun á borð við þessa er meðal þeirra sjaldgæfustu sem tengjast risaeðlum. Þetta er haft eftir Matt Lamanna, steingervingafræðingi, í fréttatilkynningu frá Carnegie Museum of Natural History í Pennsylvania í Bandaríkjunum.

Málið snýst um fund á 70 milljón ára gömlum steingervingi af hreiðri risaeðlu en steingervingurinn fannst í Nanziong í Ganzhou í suðurhluta Kína. ScienceAlert skýrir frá þessu.

Svæðið er þekkt fyrir að þar eru margir vel varðveittir steingervingar af eggjum risaeðla en þessi uppgötvun er mjög sérstök. Steingervingurinn samanstendur af átta eggjum hið minnsta og meðalstórri risaeðlu, af tegundinni oviraptor, sem liggur þétt upp við eggin. Í steingervingnum sést beinagrind risaeðlunnar sem sýnir að hún hefur verndað eggin sín allt til hinstu stundar.

Steingervingar með hreiðrum oviraptor risaeðla hafa áður fundist en þessi sker sig úr því í sjö eggjum sjást fóstrin. Uppgötvunin staðfestir að risaeðlur lágu á eggjum sínum og vernduðu þau en ekki hafði tekist að sanna þetta áður.

Líklegt er talið ungarnir hafi verið við það að klekjast út því fóstrin eru með fullgerða beinagrind.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn