Þetta er mat Tom Higham, prófessors í fornleifafræði við Oxfordháskóla. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Higham færi rök fyrir því að þessi skipti á hugmyndum skýri hversu mikil aukning varð á gerð ýmissa muna, notkun lita og beina og gerð hellamálverka. Hann segir að frá því fyrir um 50.000 árum og næstu 8.000 til 10.000 árin hafi orðið mikil aukning á slíkum skreytingum sem höfðu aldrei áður sést. Fyrir 40.000 til 150.000 árum voru homo sapiens, Neanderdalsmenn, Homo floresiensis, Homo Luzonesis og Denisovans meðal þeirra tegunda sem uppi voru.
„Ef þessar tegundir eignuðust afkvæmi saman þá getur vel verið að þær hafi skipst á hugmyndum, tungumáli og hugsunum. Menn eru góðir að tileinka sér nýjar hugmyndir,“ er haft eftir honum.
Í nýrri bók sinni, The World Beofre Us: How Science is Revealing a New Story of Our Human Origins, fer Higham yfir þetta og skoðar, út frá nýjustu tækni og vísindum, hvernig tegundin okkar varð að lokum eina tegund manna á jörðinni og hvernig hinar tegundirnar „lifa áfram í genum okkar í dag“.