fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Góðgerðasamtök Lara Trump greiddu 2 milljónir dala fyrir aðstöðu á hóteli Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. mars 2021 15:30

Mar-a-Lago er heimili Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðgerðasamtökin Big Dog Ranch Rescue, sem Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, er í forystu fyrir hafa á síðustu 7 árum greitt tæplega 2 milljónir dala fyrir eitt og annað á Mar-a-Lago sem er í eigu Donald Trump.

Fjárútlátin hafa aðallega verið í tengslum við fjáröflunarsamkomur samtakanna. Ein slík var haldin um síðustu helgi og kostaði samtökin 225.000 dollara að sögn HuffPost. Forsetinn fyrrverandi hefur búið á Mar-a-Lago síðan hann lét af embætti í janúar.

Samkvæmt frétt HuffPost þá sýna gögn frá skattyfirvöldum að samtök Lara Trump hafi greitt tæplega 1,9 milljónir dollara í kostnað til Mar-a-Lago í tengslum við fjáröflunarsamkomur síðan 2014. Lara Trump, sem er gift Eric Trump, hefur verið formaður samtakanna síðan 2018.

Donald Trump‘s Trump Foundation, sem var lagt niður 2019, og Eric Trump‘s Foundation eru þekkt fyrir að hafa notað peninga frá velgerðarmönnum til að greiða fyrir eitt og annað á stöðum í eigu Donald Trump. Forsetinn fyrrverandi játaði í dómsskjölum að hafa notað peninga góðgerðasamtaka til að kaupa andlitsmynd af sjálfum sér.

Lauren Simmons, stofnandi Big Dog Ranch Rescue, er grjótharður stuðningsmaður Trump og tjáir sig oft á samfélagsmiðlum til stuðnings Trump og hefur einmitt margoft tekið undir staðlausar ásakanir hans um kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift