Í samtali við NPR sagði hann rannsóknarteymið hafi nú þrengt hringinn niður í þyrpingu bóndabæja í suðurhluta Kína. Á þessum bæjum hafi árum saman verið stundaðar tilraunir með eldi á villtum dýrum. Hann sagði að þar hafi framandi dýrum verið haldið föngnum og reynt að ala þau.
Hann sagði að vísbendingar væru komnar fram sem bendi til að dýr frá þessum bæjum hafi verið seld á hinum alræmda matarmarkaði í Wuhan þar sem kórónuveiran gaus upp og barst síðan um allan heim.
Hann sagði að ræktunin á bæjunum hafi verið stórt verkefni sem hafi verið unnið með stuðningi yfirvalda og fyrir fimm árum hafi 14 milljónir Kínverjar starfað við eitt og annað tengt ræktun á villtum dýrum.
Í febrúar á síðasta ári ákváðu kínversk stjórnvöld að hætta skyldi allri ræktun villtra dýra á þessum bæjum og var bændunum gert að lóga öllum dýrunum. Daszak sagði að þetta hafi verið mjög mikilvæg ákvörðun. Hann sagðist telja að á þessum bæjum hafi kórónuveiran borist í dýr úr leðurblöku og síðan í menn.