fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Ný heimildarmynd um Joe Exotic „Tiger King“ væntanleg

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. mars 2021 22:00

Joe Exotic með einu tígrisdýra sinna. Mynd:Netflix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú varst á meðal þeirra sem horfðu á þættina um Tiger King á Netflix og hafðir gaman af þá gleður það væntanlega að von er á nýrri heimildarmynd um aðalpersónuna, Joe Exotic, og nær myndin yfir mörg ár.

Það er breski heimildarmyndargerðarmaðurinn Louis Theroux sem ætlar að gera myndina. Deadline skýrir frá þessu. Theroux hitti Joe Exotic fyrir 10 árum þegar hann var að gera heimildarmyndina America‘s Most Dangerous Pets.

Nýja myndin mun byggjast á áður óbirtum upptökum frá því þeir hittust fyrir 10 árum og að auki ræðir Theroux við fólk sem hefur reynt að fá Joe Exotic lausan úr fangelsi. „Þetta er fullkomin bandarísk saga, sem gerist í Oklahoma, með persónum sem eru eiginlega of litríkar og stærri en lífið sjálft til að geta verið til í raunveruleikanum,“ segir Theroux.

Hann á mikið efni frá því að hann myndaði í dýragarði Joe Exotic fyrir 10 árum og segist hafa gleymt hversu mikið efni hann á.

Heimildarmyndin verður um 90 mínútna löng og það er BBC sem mun framleiða hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“