Fram kemur að maðurinn, sem er frá Piotrków Trybunalski, hafi reynt að standast bílprófið í 17 ár. Það má ljóst vera að aksturshæfileikar hans eru ekki miklir en það verður á móti að hrósa honum fyrir þrjóskuna.
Hann hefur eytt miklum tíma í þetta allt saman og peningum því það er ekki ókeypis að fara í ökutíma og bílpróf.
Að meðaltali standast Pólverjar bílprófið þegar þeir taka það í annað eða þriðja sinn en þessi slær öll met. Sá sem kemst næstur honum hefur fallið 40 sinnum.
En það er ekki bara í Póllandi að fólk á erfitt með að standast bílpróf. Breta einum tókst að komast í gegnum prófið eftir 157 tilraunir og eflaust eru til fleiri álíka dæmi víðar að úr heiminum.