Þessu til viðbótar hafa tugir verið sendir í sóttkví. Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að í samkvæminu hafi starfsfólk lögreglunnar mætt auk starfsfólks frá saksóknaraembættinu í umdæminu.
Málið er auðvitað mjög óheppilegt fyrir lögregluna og yfirvöld í heild því það er lögreglan sem sér um að framfylgja sóttvarnarreglum og hefur meðal haldið úti sérstöku eftirliti með því að fólk sé ekki að hittast og skemmta sér.
Ekstra Bladet segir að gripið hafi verið til mikilla þrifa á lögreglustöðvunum eftir að upp komst um samkvæmishaldið og séu þær nú nánast eins og draugabæir því svo margt starfsfólk er í sóttkví og einangrun.