fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Danir hneykslaðir á lögreglumönnum – Brutu gegn sóttvarnarreglum – 20 smitaðir eftir samkvæmi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 07:01

Danskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Danir eru hneykslaðir á lögreglumönnum og öðru starfsfólki lögreglustöðvanna Station Syd í Gentofte og Station Nord í Helsingør eftir að upp komst að starfsfólkið hafði haldið einkasamkvæmi og þar með brotið gegn fjöldatakmörkunum sem kveðið er á um í sóttvarnarreglum. Ekki nóg með að samkvæmi hafi verið haldið, heldur hafa um 20 greinst smitaðir af kórónuveirunni í kjölfarið.

Þessu til viðbótar hafa tugir verið sendir í sóttkví. Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að í samkvæminu hafi starfsfólk lögreglunnar mætt auk starfsfólks frá saksóknaraembættinu í umdæminu.

Málið er auðvitað mjög óheppilegt fyrir lögregluna og yfirvöld í heild því það er lögreglan sem sér um að framfylgja sóttvarnarreglum og hefur meðal haldið úti sérstöku eftirliti með því að fólk sé ekki að hittast og skemmta sér.

Ekstra Bladet segir að gripið hafi verið til mikilla þrifa á lögreglustöðvunum eftir að upp komst um samkvæmishaldið og séu þær nú nánast eins og draugabæir því svo margt starfsfólk er í sóttkví og einangrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur