Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á mánudaginn þegar hann tilkynnti um mikla endurnýjun breska hersins og á utanríkisstefnu landsins. CNN skýrir frá þessu.
Til að ná þessu markmiði ætlar ríkisstjórnin að auka útgjöld til varnarmála um 24 milljarða punda á næstu fjórum árum sem verður að teljast umtalsverð aukning í ljósi þess að frá 2019 til 2022 voru útgjöldin 42,2 milljarðar.
Ríkisstjórnin hét því einnig að setja tugi milljarða punda í ýmis önnur verkefni. Þar á meðal 15 milljarða í rannsóknir og þróun í vísinda- og tæknistarfi. Rúmlega 17 milljarða í baráttuna gegn loftslagsbreytingunum og til að styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og 13 milljarða til baráttunnar gegn kórónuveirunni.
Í stefnu ríkisstjórnarinnar kemur fram að varnar- og efnahagssamstarfið við Bandaríkin sé það mikilvægasta samstarf Bretlands við önnur ríki. Einnig heita Bretar að styðja dyggilega við bakið á NATO og þeir hyggjast einnig auka umsvif sín á alþjóðavettvangi, aðallega til að mæta þeim áskorunum sem þeir telja sig standa frammi fyrir vegna aukinna umsvifa Kínverja.