fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Samið um framleiðslu á Sputnik V bóluefninu í ESB

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 21:30

Rússneskur vísindamaður með Sputnik V bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkland, Ítalía, Spánn og Þýskaland hafa samið við Rússa um að framleiða Sputnik V bóluefnið í löndunum fjórum. Þetta segir Kirill Dmitrijev, sem stýrir RDIF sem annast beinar fjárfestingar, að sögn Tass-fréttastofunnar.

Hann sagði að RDIF hafi nú þegar samið við ítölsk, spænsk, frönsk og þýsk fyrirtæki um að hefja framleiðslu á bóluefninu en RDIF ber ábyrgð á alþjóðlegri markaðssetningu bóluefnisins.

Evrópska lyfjastofnunin, EMA, hefur nú þegar mælt með að fjögur bóluefni verði samþykkt til notkunar innan ESB og hefur framkvæmdastjórn ESB samþykkt þessi fjögur bóluefni. Þetta eru bóluefnin frá Pfizer/BioNTechModernaAstraZeneca og Johnson & Johnson.

Ekki hefur verið sótt um markaðsleyfi fyrir Sputnik V hjá ESB en EMA byrjaði í síðustu viku rannsókn á tilraunagögnum bóluefnisins. Það getur síðar meir stuðlað að því að það fái markaðsleyfi í ESB.

Dmitrijev sagði að samningarnir opnuðu á möguleikann á að Sputnik V bóluefni geti komið á markað í Evrópu þegar „EMA samþykkir það“. Það er þó  ekki EMA sem samþykkir að nota megi bóluefni í ESB en stofnunin kemur með ráðleggingar til framkvæmdastjórnarinnar sem hefur lokaorðið. Það ferli tekur yfirleitt skamman tíma og oft hefur framkvæmdastjórnin samþykkt það sem EMA leggur til samdægurs.

Ítalski miðillinn Sole 24 Ore hafði eftir embættismanni hjá EMA að stofnunin verði væntanlega ekki tilbúin með ákvörðun í máli Sputnik V fyrr en í maí.

Vísindaritið The Lancet birti í febrúar niðurstöður sem sýna að Sputnik V bóluefnið sé öruggt og hafi rúmlega 90% virkni.

Búið er að bólusetja 3,5 milljónir með bóluefninu í Rússlandi. Slóvakía og Ungverjaland, bæði ESB-ríki, hafa keypt bóluefnið og Tékkar hafa sýnt því áhuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?