fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Forsætisráðherra Frakklands segir landið vera í þriðju bylgju heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 22:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði á þingi í gær að Frakkland væri nú í þriðju bylgju heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fjöldi nýrra smita er nú kominn yfir 25.000 þegar litið er á meðaltal síðustu sjö daga. Svo mörg dagleg smit hafa ekki greinst síðan í nóvember.

Á þriðjudaginn tilkynntu frönsk stjórnvöld um 29.975 ný smit en það eru 4,5% fleiri smit en á þriðjudag í síðustu viku og mesta aukning í sex vikur.

Þetta veldur miklu álagi á sjúkrahús landsins og sumir af helstu sérfræðingum landsins í heilbrigðismálum tala nú ákaft fyrir að sóttvarnaaðgerðir verði hertar. Castex og Emmanuel Macron, forseti, segja báðir að lausnin sé að bólusetja en Frakkar eru, eins og svo margar aðrar Evrópuþjóðir, ekki komnir svo langt í að bólusetja fólk eins og til dæmis Bretar og Bandaríkjamenn.

Um átta prósent landsmanna hafa fengið fyrsta skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og fjögur prósent tvo skammta.

Breska afbrigðið, B117, er nú það afbrigði veirunnar sem er útbreiddast í Frakklandi. Það er meira smitandi en önnur afbrigði og er einmitt það afbrigði sem glímt hefur verið við hér á landi að undanförnu.

Á sjúkrahúsi í Lannion í Bretagne uppgötvuðu sérfræðingar nýlega nýtt afbrigði. Heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá þessu í gær. Það virðist vera erfiðara að greina það en önnur afbrigði en það fannst eftir fjöldi fólks fann fyrir einkennum kórónuveirusmits en pcr-sýni gáfu neikvæða niðurstöðu. Ekki er enn ljóst hvort þetta afbrigði er meira smitandi en önnur afbrigði eða hvort það veldur alvarlegri veikindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt