fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Fauci vonast til að Trump hvetji stuðningsmenn sína til að láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 06:55

Anthony Fauci. Mynd:EPA-EFE/Al Drago / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna  og ráðgjafi ríkisstjórnar Joe Biden um baráttuna gegn heimsfaraldrinum, sagði á sunnudaginn að hann vonist til að Donald Trump, fyrrum forseti, hvetji stuðningsmenn sína til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þetta sagði hann í ljósi niðurstöðu könnunar sem sýnir að um helmingur þeirra karla, sem eru Repúblikanar, hefur ekki í hyggju að láta bólusetja sig.

CNN skýrir frá þessu. Fauci varaði einnig við því að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum of snemma.

Í þættinum „Meet the Press“ á NBC var Fauci spurður hvort Trump ætti að ávarpa stuðningsmenn sína beint miðað við niðurstöður könnunarinnar. Hann sagðist vonast til að forsetinn fyrrverandi gerði það því það væri svo hátt hlutfall sem ekki hafi í hyggju að láta bólusetja sig. „Það að svo stór hluti ákveðins hóps vilji ekki láta bólusetja sig á grunni pólitískra skoðana . . . það er óskiljanlegt,“ sagði Fauci.

Aðrir núlifandi forsetar, Barack ObamaGeorge W BushBill Clinton og Jimmy Carter munu koma fram í sjónvarpsauglýsingum ásamt eiginkonum sínum þar sem þeir hvetja fólk til að láta bólusetja sig. En Trump tekur ekki þátt í þessu verkefni.

Fauci sagði að það þyrfti ekki að hugsa sig um hvað varðar bólusetningu og taldi upp nokkra sjúkdóma sem bóluefni hafa útrýmt, þar á meðal bólusótt. „Hvert er vandamálið? Þetta bóluefni mun bjarga milljónum mannslífa,“ sagði hann.

Í gærkvöldi varð honum svo að ósk sinni þegar Trump hvatti landa sína til að láta bólusetja sig. Hann ræddi þá við Maria Bartiromo hjá Fox News. „Ég mæli með því og ég myndi mæla með því við fjölda fólks sem vill ekki láta bólusetja sig en fullt af þessu fólki kaus mig, í hreinskilni sagt,“ sagði forsetinn fyrrverandi og bætti við: „En aftur á móti, við höfum frelsið okkar og verðum að lifa samkvæmt því og ég fellst einnig á það. En þetta eru frábær bóluefni. Þetta er örugg bóluefni og þau virka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn