fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Átta skotnir til bana á nuddstofum í Atlanta í gærkvöldi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 05:32

Gold Spa er meðal þeirra nuddstofa þar sem morð voru framin. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti átta voru skotnir til bana á þremur nuddstofum í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þrír voru myrtir á nuddstofu í norðausturhluta borgarinnar, einn á nuddstofu hinum megin við götuna, og fjórir á nuddstofu norðan við borgina.

Rodney Bryant, lögreglustjóri í Atlanta, sagði að fjórar konur, hið minnsta, væru á meðal fórnarlambanna og að þrjár þeirra væru líklega af asískum uppruna.

Um klukkan 18 að staðartíma barst lögreglunni tilkynning um rán í nuddstofu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir þrjár konur sem höfðu verið skotnar til bana. Á sömu stund barst tilkynning um skothríð á nuddstofu hinum megin við götuna. Þar fundu lögreglumenn konu sem hafði verið skotin til bana en árásarmaðurinn var á bak og burt.

Síðar kom í ljós að norðan við Atlanta hafði staðarlögreglunni verið tilkynnt um skothríð á nuddstofu um klukkan 17 eða klukkustund áður en slíkar tilkynningar bárust í borginni sjálfri. Þar höfðu fimm verið skotnir. Tveir voru látnir þegar lögreglan kom á vettvang og tveir til viðbótar létust á sjúkrahúsi.

Upptökur úr eftirlitsmyndavél komu lögreglunni á spor meints morðingja, Robert Aron Long, sem var handtekinn í gærkvöldi um 240 kílómetra sunnan við Atlanta eftir eftirför. Lögreglan greip að lokum til þess ráðs að aka á bíl hans og þannig náðist að stöðva hann og handtaka. Lögreglan telur að Long hafi staðið á bak við allar árásirnar þrjár.

Robert Aron Long. Mynd:EPA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?