fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Ný norsk rannsókn – Sex af hverjum tíu COVID-19-sjúklingum glíma við langtímaáhrif

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. mars 2021 21:30

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar norskrar rannsóknar sýna að sex af hverjum tíu sem hafa fengið COVID-19 glíma við langtímaáhrif af völdum sjúkdómsins.

Það voru vísindamenn við háskólann í Bergen sem gerðu rannsóknina í samvinnu við bandaríska vísindamenn og þrjú norsk sjúkrahús og gekk hópurinn undir nafninu Bergen COVID-19 Research Group. Fylgst var með 2.697 manns í sex mánuði. TV2 skýrir frá þessu.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru að 61% hinna smituðu glímdu enn við eftirköst. TV2 hefur eftir Rebekka Cox, prófessor við háskólann í Bergen og sérfræðingi í veirusjúkdómum, að eftir sex mánuði hafi rúmlega 60% þátttakendanna enn glímt við langtímaáhrif sjúkdómsins. Þar á meðal erfiðleika með að einbeita sér, þreytu, breytingar á lyktar- og bragðskyni og minnistap. Hún sagði það vekja sérstakar áhyggjur að margir á aldrinum 16 til 30 ára glími við öndunarörðugleika og minnistap.

Hún sagði að svo virðist sem konur séu í meiri hættu á að glíma við langvarandi eftirköst. „Við höfum séð að heilsuhraustar konur glíma aðallega við langtímaáhrif og lungnavandræði,“ sagði hún.

„Þessi rannsókn styrkir bara það sem við höfum sagt allan tímann: Að þessi COVID-sjúkdómur er ekki eins og venjuleg inflúensa eins og sumir segja. Það er töluverður hluti sem glímir við langtímaáhrif,“ sagði Dag Jacobsen, yfirlæknir á lyflækningadeild Ullevål háskólasjúkrahússins í Osló um niðurstöðurnar.

Niðurstöður kínverskrar rannsóknar, sem var gerð meðal COVID-sjúklinga í Wuhan, sýnir sömu niðurstöðu. Vel yfir helmingur þátttakendanna glímir við langtímaáhrif af völdum sjúkdómsins. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að taka þessu mjög alvarlega. „Við verðum að hlusta á og skilja sjúklinga sem glíma við langtímaáhrif. Það verður að taka þau alvarlega. Þetta er forgangsverkefni hjá WHO og það sama ætti að gilda um öll heilbrigðisyfirvöld,“ hefur TV2 eftir Hans Kluge yfirmanni WHO í Evrópu.

Meðal algengustu langtímaáhrifa COVID-19 eru:

Mikil þreyta, máttleysi.

Minnistap og erfiðleikar við að einbeita sér.

Þrekleysi.

Brjóstverkir.

Svefntruflanir.

Hjartsláttaróregla.

Svimi.

Liðaverkir.

Þunglyndi og kvíði.

Tinnitus og eyrnaverkir.

Ógleði, niðurgangur, magaverkir, lystarleysi.

Höfuðverkur, hálssærindi, breytingar á lyktar- og/eða bragðskyni.

Útbrot.

Heimild: www.nhs.uk. (Common long COVID symptoms).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Illþefjandi ruslavandi í ferðamannaparadís

Illþefjandi ruslavandi í ferðamannaparadís
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags